Færsluflokkur: Bloggar

Óvænt hlédrægni? Eða úthugsuð refskák?

Ef einhver var í vafa hvort meðvitund um ímyndarstjórn og ímyndarsköpun skipti fyrirtæki máli má  finna svarið í fyrirsögnum dagblaðanna.

Nú er spurningin hvort þessi hlédrægni sé hluti af ímyndarsköpuninni,  því BP hefur markvisst verið að vinna í því að breyta ímynd sinni úr hefðbundnu, yfirgripsmiklu stórfyrirtæki yfir í fyrirtæki með persónulega þjónustu sem lætur sig hagsmuni neytenda sinna varða. 

Takið eftir að í fréttinni er talað um að sjálfstraust fyrirtækisins hafi beðið hnekki, líkt og BP sé persóna. Það er með öðrum orðum búið að persónugera fyrirtækið í umfjölluninni... og þá hugsanlega óhætt að álykta að markmiðum hinnar nýrru stefnu BP í ímyndarsköpun hafi verið náð. Eða hvað?

Hvað finnst ykkur? 


mbl.is BP dregur sig í hlé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aukinn sýnileiki - Hvað er það eiginlega?

Pólitísk umræða á Íslandi undanfarna mánuði hefur einkennst af hugtökum á borð við heiðarleika og aukið gagnsæi. Niðurstöður þjóðfundarins árið 2009 voru sem dæmi að þátttakendur vildu helst af öllu sjá aukinn heiðarleika í samfélaginu. 

Tæknin er orðin svo mikil að gagnsæi grasserar um víðan völl. Það sem fólk þarf þó að gera sér grein fyrir er að það er ekki endilega samasem merki á milli gagnsæi og heiðarleiki. Gagnsæi gerir hlutina bara sýnilegri. Eins og með allt annað er svo hægt að nota gagnsæið til góðra jafnt sem slæmra verka.

Vissulega verður aukinn sýnileiki oft til þess að hægt er að bregðast fljótar og betur við óæskilegri hegðun. Eins og morðunum í Kólumbíu.  Og það er vonandi að lögreglunni takist að forða fleiri ungmönnum frá ótímabæru andláti. En hvort þeim takist að breyta menningarsamfélaginu í Kólumbíu og uppræta glæpagengjahegðunina... það er kannski ekki alveg gerlegt fyrir eitt stykki rannsóknarteymi, hversu sérstakt sem það nú er.

En þetta er gott dæmi um flókið samskiptamynstur sem Facebook hefur dregið fram í dagsljósið. Eða ætti maður kannski að segja "fram í tölvuskímuna"? Svona eins og vandræðaleg augnablik þegar einn aðili vill ekki vingast við annan á Facebook. Eða þegar einn aðili gleymir hverjir tilheyra vinahópnum hans og setur óviðeigandi athugasemdir á vegginn sinn. Detta þér í hug fleiri flókin samskiptamynstur sem Facebook varpar ljósi á?

 


mbl.is Ungmenni á dauðalista á Facebook
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Veftengsl

Höfundur

Veftengill
Veftengill
Veftengsl láta sig vefmálefni varða og hafa áhuga á samspilinu á milli mannlegrar hegðunar og tækniframfara.

Færsluflokkar

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband