Óvænt hlédrægni? Eða úthugsuð refskák?

Ef einhver var í vafa hvort meðvitund um ímyndarstjórn og ímyndarsköpun skipti fyrirtæki máli má  finna svarið í fyrirsögnum dagblaðanna.

Nú er spurningin hvort þessi hlédrægni sé hluti af ímyndarsköpuninni,  því BP hefur markvisst verið að vinna í því að breyta ímynd sinni úr hefðbundnu, yfirgripsmiklu stórfyrirtæki yfir í fyrirtæki með persónulega þjónustu sem lætur sig hagsmuni neytenda sinna varða. 

Takið eftir að í fréttinni er talað um að sjálfstraust fyrirtækisins hafi beðið hnekki, líkt og BP sé persóna. Það er með öðrum orðum búið að persónugera fyrirtækið í umfjölluninni... og þá hugsanlega óhætt að álykta að markmiðum hinnar nýrru stefnu BP í ímyndarsköpun hafi verið náð. Eða hvað?

Hvað finnst ykkur? 


mbl.is BP dregur sig í hlé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aukinn sýnileiki - Hvað er það eiginlega?

Pólitísk umræða á Íslandi undanfarna mánuði hefur einkennst af hugtökum á borð við heiðarleika og aukið gagnsæi. Niðurstöður þjóðfundarins árið 2009 voru sem dæmi að þátttakendur vildu helst af öllu sjá aukinn heiðarleika í samfélaginu. 

Tæknin er orðin svo mikil að gagnsæi grasserar um víðan völl. Það sem fólk þarf þó að gera sér grein fyrir er að það er ekki endilega samasem merki á milli gagnsæi og heiðarleiki. Gagnsæi gerir hlutina bara sýnilegri. Eins og með allt annað er svo hægt að nota gagnsæið til góðra jafnt sem slæmra verka.

Vissulega verður aukinn sýnileiki oft til þess að hægt er að bregðast fljótar og betur við óæskilegri hegðun. Eins og morðunum í Kólumbíu.  Og það er vonandi að lögreglunni takist að forða fleiri ungmönnum frá ótímabæru andláti. En hvort þeim takist að breyta menningarsamfélaginu í Kólumbíu og uppræta glæpagengjahegðunina... það er kannski ekki alveg gerlegt fyrir eitt stykki rannsóknarteymi, hversu sérstakt sem það nú er.

En þetta er gott dæmi um flókið samskiptamynstur sem Facebook hefur dregið fram í dagsljósið. Eða ætti maður kannski að segja "fram í tölvuskímuna"? Svona eins og vandræðaleg augnablik þegar einn aðili vill ekki vingast við annan á Facebook. Eða þegar einn aðili gleymir hverjir tilheyra vinahópnum hans og setur óviðeigandi athugasemdir á vegginn sinn. Detta þér í hug fleiri flókin samskiptamynstur sem Facebook varpar ljósi á?

 


mbl.is Ungmenni á dauðalista á Facebook
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

BP að rétta úr kútnum í öldusjó veraldarvefsins?

BP hefur nýtt sér vefsamskipti til að bæta ímynd sína, eftir harkalega gagnrýni almennings í kjölfar viðbragða þeirra við olíulekanum í Mexíkóflóa. BP virðist hafa lært af mistökum sínum, en getum við lært af þeim líka?Read More

ATH: Þessi grein er aðeins útdráttur. Áhugasamir geta séð greinina í heild sinni á Veftengsl.is

Ímyndum okkur að við höfum aldrei heyrt um olíuleka BP í Mexíkóflóa. Ímyndum okkur svo að við séum að velja þjónustuaðila til að sinna olíuþörfum fyrirtækisins og römbum inn á heimasíðu BP. Hvað sjáum við?

Heimasíða BP

Vefsíðan er um þessar mundir tileinkuð viðgerðaráætlun fyrirtækisins vegna olíulekans í Mexíkóflóa. Það er sem dæmi sérstök undirsíða í boði í valmynd.


bpvalmynd

Á vefsíðu BP er kerfisbundið safnað saman öllum upplýsingum um lekann sem almenningur gæti mögulega haft áhuga á og vefsíðunni þannig breytt í nokkurs konar fréttaveitu. Eins og með allar fréttaveitur, þá eru hagsmunir fyrirtækisins án efa hafðir í fyrirrúmi þegar valið er úr fréttum til að greina frá. Öllu þessu upplýsingaflæði er nefnilega ætlað að varpa þeirri ímynd að BP hafi gagnsæi að leiðarljósi, vilji upplýsa almenning á fræðandi hátt og að starfsemin sé skilvirk. Og ef við hefðum ekkert heyrt af olíulekanum og viðbragðsaðgerðum BP áður en vefsíðan er skoðuð sæum við eflaust fátt annað en þá ímynd. 

Leið BP að sinni nýju ímynd er hins vegar þyrnum stráð. Eftir að fréttir bárust af olíulekanum var fyrirtækið harðlega gagnrýnt þegar í ljós kom að það hafði keypt auglýsingatengil hjá Google og Yahoo fyrir leitarorðin oil spill, spill, gulf oil, offshore oil, Lousiana coast spill, oil cleanup og BP disaster.

BP kaupir auglýsingu hjá Google

BP var einnig gagnrýnt þegar fyrstu neðansjávarmyndskeiðin af olíulekanum bárust fyrir að hafa ekki sýnt myndskeiðin fyrr þrátt fyrir að hafa haft þau í höndunum. Í báðum tilfellum fólst gagnrýnin að miklu leyti í því að BP þótti ekki hafa sýnt nógu mikið gagnsæi og skilvirkni í aðgerðum og fyrir að halda að sér upplýsingum. Sömu atriði og sett eru í forgang í nýju ímynd fyrirtækisins.

Það má því segja að fyrirtækið sé að nýta sér vefsamskipti á skilvirkan hátt til að skapa sér jákvæðari ímynd í augum almennings. En það er með þetta eins og annað, ef hneykslisstimpillinn er kominn mun vera afar erfitt að þvo hann af. Bill Clinton mun ávallt vera þekktari fyrir Monika Lewinsky-hneykslið heldur en málefnin sem hann vann að í forsetatíð sinni.

Boðskapurinn er sá að það tekur tíma og orku að byggja upp góð veftengsl. Það getur verið skilvirkt að stytta sér leið, t.d. með því að kaupa sér tengla eða kaupa auglýsingar hjá Google, en afar skaðlegt ef það brýtur í bága við heildarímyndina eða sendir á einhvern hátt misvísandi skilaboð. Það mætti kannski líkja þessu við að vilja fá aðdáun fyrir hæfileika í eldhúsinu en, í stað þess að æfa sig að elda, að halda stóra matarveislu fyrir alla vini og ættingja og halda því fram í fúlustu alvöru að hafa eldað allt frá grunni þótt að kræsingarnar hafi í raun verið keyptar tilbúnar út í búð. Það getur vakið hrifningu fólks, aðdáun og virðingu, en ef upp um þig kemst þá ertu ekki bara kominn aftur á núllreit, heldur niður fyrir vegna þess að þú tapar trausti þeirra og ímynd þín er komin í mínus. Og hvað er þá til bragðs að taka ef viðkomandi vill ennþá þessa aðdáun og virðingu? Jú, einfaldlega fara á matreiðslunámskeið eða kaupa góða uppskriftabók og byrja að æfa sig. Allra besta leiðin er auðvitað að forðast hneykslin yfir höfuð með því að læra að elda áður en boðað er til veislu. Og ef maturinn er aðkeyptur er ávallt mun betra að viðurkenna það hreint út heldur en að búa til falsímynd sem þarf stöðugt að passa upp á.


mbl.is Reyna endanlega lokun í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Veftengsl

Höfundur

Veftengill
Veftengill
Veftengsl láta sig vefmálefni varða og hafa áhuga á samspilinu á milli mannlegrar hegðunar og tækniframfara.

Færsluflokkar

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 152

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband